2 Framundan mér var eitthvað sem líktist glerhafi og var eins og eldur léki um það. Á hafinu stóðu allir þeir, sem unnið höfðu sigur á dýrinu, á líkneski þess og merki þess. Allt þetta fólk hélt á hörpum Guðs 3-4 og það söng ljóð Móse, þjóns Guðs, og söng lambsins:
5 Þá leit ég upp og sá að herbergið, sem kallast hið allra helgasta í musterinu, var opið!
6 Englarnir sjö, sem falið hafði verið að leiða fram plágurnar sjö, komu nú út úr musterinu. Þeir voru klæddir skjannahvítum fötum og höfðu gullbelti um brjóst sér. 7 Verurnar fjórar réttu þeim hverjum um sig eina gullskál. Skálarnar voru fullar af reiði Guðs, hans sem lifir um aldir alda. 8 Reykurinn af dýrð Guðs og mætti hans fyllti musterið, en þangað inn fékk enginn að fara, fyrr en englarnir sjö höfðu lokið við að hella úr reiðiskálunum sjö.
<- Opinberun Jóhannesar 14Opinberun Jóhannesar 16 ->