Link to home pageLanguagesLink to all Bible versions on this site

1 Syngið nýjan söng fyrir Drottin því að hann hefur unnið dásamlegt verk! Hann er sigursæll í mætti sínum og heilagleika.

2 Hann hefur tilkynnt sigur sinn – birt þjóðunum réttlæti sitt. 3 Hann hefur miskunnað lýð sínum, haldið loforð sín til Ísrael. Allur heimurinn sá er Guð bjargaði þjóð sinni. 4 Þess vegna hefja löndin fagnaðarsöng, syngja og lofa hann af öllu hjarta.

5 Syngið Drottni við undirleik hörpu. 6 Blásið í lúðra og básúnur gjalli! Hljómsveitin spili lofgjörðarlag. Hyllið Drottin, konunginn! 7 Hafið drynji og lofi Drottin! Jörðin og íbúar hennar reki upp fagnaðaróp!

8-9  Fossarnir klappi lof í lófa og klettarnir syngi gleðisöng, því að Drottinn mun dæma heiminn í réttlæti sínu og af réttvísi.

<- Sálmarnir 97Sálmarnir 99 ->