6 Sælir eru þeir sem fá styrk frá þér og þrá það eitt að ganga veg þinn. 7 Þegar þeir ganga gegnum táradalinn, þá breytir þú honum í vatnsríka vin og haustregrúð færir þeim blessun. 8 Þeir styrkjast á göngunni og fá að lokum að ganga fram fyrir Drottin í musteri hans á Síon.
9 Drottinn, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína! Hlusta þú Guð Ísraels. 10 Guð, þú ert vörn okkar, miskunna honum sem þú smurðir til konungs.
11 Einn dagur í musteri þínu er betri en þúsund aðrir sem eytt er á öðrum stað! Frekar vildi ég vera dyravörður í musteri Guðs míns, en búa í höllum óguðlegra. 12 Því að Drottinn er okkur ljós og skjöldur. Vegsemd og náð veitir hann. Hann neitar þeim ekki um nein gæði sem hlýða honum.
13 Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér.
<- Sálmarnir 83Sálmarnir 85 ->