9 Þvoðu mig að ég verði hreinn, hreinsaðu mig svo ég verði hvítari en snjór. 10 Og þegar þú hefur refsað mér, þá gefðu mér gleði mína á ný. 11 Einblíndu ekki á syndir mínar, heldur afmáðu þær allar. 12 Skapaðu í mér nýtt og hreint hjarta, ó Guð! Gefðu mér þinn heilaga anda svo að ég hugsi rétt og þrái það sem gott er. 13 Varpaðu mér ekki burt frá þér og taktu ekki þinn heilaga anda frá mér. 14 Fylltu mig aftur gleði þíns hjálpræðis og löngun til að hlýða þér! 15 Þá get ég leitt aðra syndara inn á veg þinn svo að þeir – sekir eins og ég – játi syndir sínar og snúi sér til þín. 16-17 Frelsaðu mig frá dauðans háska, ó Guð minn. Þú einn getur frelsað mig! Leyf mér að syngja um miskunn þína, Drottinn. Opnaðu varir mínar svo að ég megi vegsama þig! 18 Þú hefur ekki þóknun á dýrafórnum, annars myndi ég láta þær í té. Og brennifórnir eru ekki í uppáhaldi hjá þér. 19 Þetta vilt þú: Auðmjúkan anda og iðrandi samvisku. Þann sem iðrast af öllu hjarta, munt þú ó Guð, ekki fyrirlíta.
20 Drottinn, lát Ísrael ekki gjalda syndar minnar. Hjálpaðu þjóð þinni og vernda Jerúsalem.
21 Þegar hjarta mitt er rétt gagnvart þér, þá gleðst þú yfir verkum mínum og því sem ég fórna á altari þínu.
<- Sálmarnir 50Sálmarnir 52 ->