Link to home pageLanguagesLink to all Bible versions on this site
47
1-2  Komið allar þjóðir! Klappið saman höndum af gleði! Hrópið af fögnuði fyrir Guði! 3 Drottinn er æðri öllum guðum. Hann er ógurlegur. Honum verður ekki með orðum lýst. Hann er konungur til endimarka jarðarinnar. 4 Hann hefur beygt þjóðir undir sig 5 og valið úr yndislegt land og gefið okkur, þjóð sinni, Ísrael.

6 Guð er stiginn upp með miklu hrópi og hvellum lúðurhljómi.

7-8  Lofsyngið Guði, konungi okkar. Já, syngið lofgjörðarsöng fyrir konunginn, konung allrar jarðarinnar. Lofsyngið Guði! 9 Hann ríkir yfir þjóðunum. Hann situr á hásæti sínu. 10 Leiðtogar heimsins koma og taka undir lofgjörðina með lýð Guðs Abrahams. Skjaldarmerki þjóðanna eru sigurtákn hans. Hann er mjög upphafinn. Hann er konungur alls heimsins.

<- Sálmarnir 46Sálmarnir 48 ->