1 Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð! 2 Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi. 3 „Komum,“ segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
4 En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum. 5 Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu.
10 Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til! 11 Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt. 12 Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! 13 Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.
<- Sálmarnir 1Sálmarnir 3 ->