4 Kornelíus varð hræddur, starði á engilinn og spurði:
7 Þegar engillinn var farinn, kallaði Kornelíus á tvo þjóna og guðrækinn hermann – náinn vin sinn. 8 Hann sagði þeim hvað gerst hafði og sendi þá áleiðis til Joppe.
9-10 Um hádegisbilið daginn eftir nálguðust mennirnir Joppe og um líkt leyti fór Pétur upp á þak hússins til að biðjast fyrir. Á þakinu fann Pétur til hungurs. Meðan hann beið þar eftir matnum sá hann sýn. 11 Hann sá himininn opnast og stóran ferhyrndan dúk, sem hékk uppi á hornunum, síga til jarðar. 12 Á dúknum voru alls konar ferfætt dýr, snákar og fuglar (sem Gyðingum er óheimilt að nota til matar).
13 Þá heyrði hann rödd sem sagði: „Slátraðu því sem þú vilt og borðaðu.“
14 „Nei, Drottinn! Það geri ég ekki,“ sagði Pétur, „ég hef aldrei á ævi minni borðað slíkar skepnur, enda er það bannað samkvæmt lögum okkar Gyðinga.“
15 Þá kom röddin aftur og sagði: „Dirfist þú að rengja Guð? Ef hann segir eitthvað leyfilegt, þá er það leyfilegt!“
16 Þetta endurtók sig þrisvar sinnum, en síðan var dúkurinn dreginn aftur upp til himins. 17 Pétur var alveg ringlaður. Hvað gat þessi sýn eiginlega þýtt, hugsaði hann, og hvað var honum ætlað að gera?
19 Pétur var enn að velta fyrir sér sýninni, þegar heilagur andi sagði við hann: „Hingað eru komnir þrír menn, sem vilja finna þig. 20 Farðu niður, taktu á móti þeim og farðu síðan með þeim. Hafðu engar áhyggjur, þeir eru á mínum vegum.“
21 Þá fór Pétur niður og sagði: „Ég er maðurinn, sem þið eruð að leita að. Hvað viljið þið mér?“
22 Þeir sögðu honum þá frá Kornelíusi, rómverska liðsforingjanum, sem væri góður og guðrækinn maður, vel þokkaður af Gyðingum og að engill hefði sagt honum hvað hann ætti að gera.
26 „Stattu upp, maður!“ sagði Pétur, „ég er ekki Guð!“
27 Síðan ræddust þeir við stutta stund, en fóru því næst inn til hinna.
28 Pétur ávarpaði viðstadda með þessum orðum: „Þið vitið, að það er andstætt lögum okkar Gyðinga að ég komi inn á heimili heiðingja eins og ég hef nú gert. En Guð opinberaði mér í sýn að ég mætti aldrei fyrirlíta nokkurn mann. 29 Ég kom því jafnskjótt og ég var beðinn. Segið mér nú hvað þið viljið mér.“
30 Kornelíus svaraði og sagði: „Fyrir réttum fjórum dögum var ég á bæn, eins og ég er vanur á þessum tíma dags. Þá stóð skyndilega maður fyrir framan mig og það lýsti af honum! 31 Hann sagði við mig: „Kornelíus, Guð hefur ekki gleymt bænum þínum né kærleiksverkum. 32 Nú skaltu senda menn til Joppe og boða til fundar við þig Símon Pétur, sem er staddur á heimili Símonar sútara niðri við sjóinn.“ 33 Ég sendi því strax eftir þér og þú gerðir vel að koma svona fljótt. Nú erum við hér frammi fyrir Drottni og bíðum þess, fullir eftirvæntingar, að heyra það sem hann vill að þú segir okkur.“
34 „Mér er orðið ljóst,“ svaraði Pétur, „að Guð tekur ekki Gyðinga fram yfir aðra menn. 35 Hann tekur vel á móti hverjum þeim sem tilbiður hann og lætur trú sína birtast í grandvarleik og góðum verkum. 36-37 Ég er viss um að þið hafið heyrt gleðiboðskapinn sem barst Ísraelsþjóðinni – að við getum sæst við Guð fyrir trú á Jesú Krist, hann sem er Drottinn allra. Þessi boðskapur barst frá Galíleu og um alla Júdeu á dögum Jóhannesar skírara. 38 Eflaust vitið þið líka, að Guð smurði Jesú frá Nasaret með heilögum anda og krafti. Hann fór víða, vann kærleiksverk og græddi alla, sem undirokaðir voru af djöflinum, því að Guð var með honum.
39 Við postularnir erum vottar alls þess sem hann gerði í Ísrael og Jerúsalem, þar sem hann var síðar deyddur á krossi. 40-41 Að þrem dögum liðnum reisti Guð hann upp frá dauðum og lét hann birtast – ekki almenningi – heldur okkur, vottunum, sem hann hafði útvalið áður. Við átum og drukkum með honum eftir upprisu hans. 42 Síðan sendi hann okkur til að boða gleðiboðskapinn og bera því vitni, að hann sé settur af Guði til að vera dómari allra, bæði lifandi og dauðra. 43 Spámennirnir hafa líka skrifað um hann, allir sem einn, og sagt að hver sem á hann trúi, muni hans vegna, fá fyrirgefningu syndanna.“
44 Meðan Pétur var að tala, kom heilagur andi allt í einu yfir þá sem hlustuðu. 45 Gyðingarnir, sem komu með Pétri, urðu forviða! Þeir áttu ekki von á að gjöf heilags anda hlotnaðist einnig heiðingjunum. 46-47 En hér var ekki um að villast, því þeir heyrðu þá tala tungum og lofa Guð!