III. Jóhannesarbréf
1 Frá Jóhannesi – öldungnum.
2 Kæri vinur, það er bæn mín að þér líði vel, að þú sért jafn hraustur líkamlega og þú ert andlega. 3 Sumir bræðranna, sem komu hér við, glöddu mig stórlega þegar þeir sögðu mér að þú lifðir hreinu og góðu lífi eftir orði Guðs. 4 Það er ekkert sem gleður mig jafnmikið og slíkar fréttir af börnum mínum.
9 Ég sendi söfnuðinum stutt bréf um þessa hluti, en hinn stolti Díótrefes, sem sækist eftir að verða leiðtogi kristinna manna þar, viðurkennir ekki vald mitt og neitar að hlusta á mig. 10 Þegar ég kem mun ég segja þér hvað hann hefur gert, hvernig hann rægir mig og einnig hvers konar orðbragð hann notar. Það er ekki aðeins að hann neiti sjálfur að taka á móti kristniboðunum, sem þar fara um, heldur bannar hann líka öðrum að gera það og hlýði þeir ekki, reynir hann að reka þá úr söfnuðinum.
11 Kæri vinur, láttu þetta illa fordæmi ekki hafa áhrif á þig, heldur fylgdu því einu sem gott er.
12 Demetríus fær hins vegar gott orð hjá öllum og einnig hjá sjálfum sannleikanum. Sama segi ég, og þú veist að ég fer með rétt mál.
13 Það er margt sem ég þyrfti að segja þér, en um þá hluti vil ég ekki skrifa, 14 því að ég vona að ég muni sjá þig fljótlega og þá getum við rætt saman. 15 Ég kveð þig hér með í þetta sinn. Vinirnir, sem hér eru, biðja kærlega að heilsa þér. Skilaðu sérstakri kveðju frá mér til allra vinanna, hvers um sig.