II. Jóhannesarbréf
1 Frá Jóhannesi, öldungi kirkjunnar.
5 Kæru vinir, ég minni ykkur alvarlega á gamla boðorðið sem Guð gaf okkur þegar í öndverðu: Kristnir menn eiga að elska hver annan. 6 Ef við elskum Guð gerum við það sem hann býður okkur – í upphafi sagði hann okkur að elska hvert annað.
7 Gætið ykkar á falsleiðtogum – og nóg er af þeim – sem trúa því ekki að Jesús Kristur hafi komið til jarðarinnar sem maður í líkama, eins og þeim, sem við höfum. Slíkir menn eru í andstöðu við sannleikann og einnig við Krist. 8 Gætið þess að verða ekki eins og þeir, því að þá glatið þið því, sem þið hafið þegar öðlast í samfélaginu við Guð. Látið ekkert koma í veg fyrir að þið fáið full laun frá Drottni. 9 Ef þið farið út fyrir kenningu hans, snúið þið baki við Guði, en ef þið hlýðið orðum Krists, eigið þið samfélag við Guð, já, bæði föðurinn og soninn.
10 Ef einhver, sem ekki trúir orðum Krists, kemur til þess að uppfræða ykkur, þá bjóðið honum hvorki inn á heimili ykkar né hvetjið hann á nokkurn hátt, 11 því að ef þið gerið það, þá verðið þið þátttakendur í illverkum hans.
12 Ég hefði gjarnan viljað segja ýmislegt fleira, en ég ætla ekki að gera það í þessu bréfi. Ég vona að ég geti fljótlega komið til ykkar og þá getum við rætt saman og átt góðar stundir.
13 Börn systur þinnar – en hún er líka Guðs barn – biðja að heilsa þér.