1 Ég veit reyndar að það er óþarfi að nefna við ykkur þessa aðstoð við söfnuði Guðs. 2 Mér er ljóst að áhugi ykkar fyrir þeim er óskiptur. Ég hrósaði ykkur fyrir vinunum í Makedóníu og sagði að fyrir ári hefðuð þið verið reiðubúin að senda gjöf. Sannleikurinn er sá að það var áhugi ykkar, sem varð hinum hvatning til að veita aðstoð. 3 Nú sendi ég þessa menn til þess eins að ganga úr skugga um að þið séuð reiðubúin, eins og ég sagði þeim að þið væruð, og hvort söfnunarféð lægi þegar fyrir. Ég vona að sú verði ekki reyndin, að í þetta sinn hafi ég tekið of djúpt í árinni með hrósyrðum mínum um ykkur. 4 Mikið myndi ég blygðast mín – og þið reyndar líka – ef einhverjir þeirra frá Makedóníu yrðu mér samferða og sæju, að þegar allt kæmi til alls, þá væruð þið ekki tilbúin þrátt fyrir allt lofið sem ég hef borið á ykkur.
10 Guð, sem gefur bóndanum útsæði og síðan góða uppskeru honum til framfæris, mun einnig gefa ykkur útsæði og margfalda uppskeru, svo að þið getið gefið æ meira. 11 Hann mun gefa ykkur mikið til þess að þið getið verið rausnarleg við aðra. Þegar við afhendum gjöf ykkar þeim sem hana eiga að fá, þá mun streyma fram lofgjörð og þökk til Guðs fyrir hjálp hans. 12 Þið sjáið að tvennt gott hlýst af gjöf ykkar. Í fyrsta lagi fá þeir sem þurfandi eru hjálp og í öðru lagi fyllast þeir þakklæti til Guðs. 13 Þeir sem fá aðstoð ykkar, gleðjast ekki aðeins vegna þessarar miklu gjafar, heldur munu þeir einnig lofa Guð, því að þetta mun sanna að verk ykkar eru í samræmi við orð ykkar. 14 Þeir munu einnig biðja fyrir ykkur og hugsa hlýtt til ykkar vegna þess hve Guð hefur verið ykkur góður.
15 Guði séu þakkir fyrir son sinn – þá gjöf sem engin orð fá lýst.
<- II. Korintubréf 8II. Korintubréf 10 ->