4 Við þorum að tala svona vel um okkur sjálf vegna þess að við treystum því að Guð hafi velþóknun á okkur, vegna trúar okkar á Krist. Við treystum því að hann hjálpi okkur að standa við orð okkar. 5 Við álítum okkur sjálfa, í eigin mætti, ekki færa um að gera neitt það sem hefur varanlegt gildi. Allur árangur okkar og máttur er Guði einum að þakka. 6 Hann einn hefur gert okkur kleift að kunngjöra fagnaðarerindið – nýja sáttmálann – sem hann gaf mönnunum til frelsis. Við erum ekki að boða lögmál Gyðinga, heldur líf í heilögum anda. Gamla leiðin – sú að reyna að frelsast með því að halda lög Gyðinga – endar með dauða, en ef við förum nýju leiðina, þá gefur andi Guðs okkur hið sanna líf.
12 Fyrst við treystum því að þessi nýja dýrð muni aldrei hverfa, þá getum við predikað með mikilli djörfung. 13 Þá gerum við ekki eins og Móse, sem setti blæju fyrir andlit sér til að Ísraelsmenn gætu ekki séð hvernig ljóminn hvarf smátt og smátt. 14 Andlit Móse var ekki aðeins hulið, heldur var einnig hugur og skilningur fólksins blindaður. Þannig er það jafnvel enn þegar Gyðingar lesa Gamla testamentið. Þá virðist sem hugur þeirra og hjarta sé hulið þykkri blæju, enda koma þeir hvorki auga á né skilja hið raunverulega innihald textans. Eina leiðin til að fjarlægja þessa blæju skilningsleysis, er að þeir taki trú á Krist. 15 Þess vegna er svo enn í dag að þegar þeir lesa rit Móse, þá eru hjörtu þeirra blind og þeir trúa að leiðin til hjálpræðis sé sú að hlýða lögmálinu.
16 Í hvert skipti sem einhver snýr sér frá syndum sínum og til Drottins, er þessi blæja tekin frá. 17 Drottinn er andinn sem gefur þeim líf, og þar sem hann er, þar er frelsi (frá þeirri kvöð að þurfa að hlýða lögmálinu í einu og öllu til þess að geta þóknast Guði). 18 Við sem kristin erum höfum enga blæju fyrir andlitum okkar. Við getum verið eins og speglar sem endurvarpa dýrð Drottins og þegar andi hans starfar í okkur, þá líkjumst við honum sífellt meira.
<- II. Korintubréf 2II. Korintubréf 4 ->