6 Annað langar mig að nefna í þessu sambandi og það er líka vilji Guðs. Beitið engan þeim órétti að taka frá honum konu hans, því að fyrir slíkt mun Drottinn refsa harðlega, eins og við höfum áður sagt. 7 Guð kallaði okkur ekki til að lifa í óhreinleika og girnd, heldur í hreinleika og helgun. 8 Ef einhver neitar að lifa eftir þessum boðum, þá óhlýðnast hann ekki boðum manna, heldur Guðs, sem gefur heilagan anda og vill að þið séuð heilög.
9 En um bróðurkærleikann sem á að ríkja meðal Guðs fólks, get ég verið stuttorður, því ég þekki ykkur! Guð hefur sjálfur kennt ykkur að elska hvert annað. 10 Kærleikur ykkar til kristinna samlanda ykkar er orðinn mjög rótgróinn. En jafnvel þótt svo sé, kæru vinir, þá er það innileg bæn okkar að þið takið enn meiri framförum. 11 Það er ykkur til sóma að lifa kyrrlátu lífi, vera skyldurækin og stunda störf ykkar, eins og við höfum áður sagt. 12 Þannig hegðið þið ykkur með sóma gagnvart þeim sem ekki eru trúaðir og verðið upp á engan komin.
16 Þegar kall erkiengilsins hljómar og básúna Guðs gellur, þá mun Drottinn stíga niður af himni og kristnir menn rísa upp til fundar við hann – fyrst hinir dánu, 17 en síðan við, sem þá verðum á lífi. Við verðum hrifin upp á skýjum ásamt þeim, til að vera með Drottni um alla eilífð. 18 Huggið og uppörvið hvert annað með þessum orðum.
<- I. Þessaloníkubréf 3I. Þessaloníkubréf 5 ->